22 maí 2007

Sjónvarps-stuttheit

24 er ekki mál heimsins þegar kemur að sjónvarpi, en þessi þáttaröð sem kláraðist í gær var alveg afspyrnu slöpp. Þeir náðu alveg nýjum hæðum í því að gera ekkert.

Nil By Mouth er spes. Kasúal heimilisofbeldisdrama? Full groddaleg. Ray Winstone alltaf góður.

Og talandi um groddaskap, The Sopranos spýtti í lófana í síðustu viku og mér fannst það frábært. Núna hætti mér næstum að lítast á blikuna. En það er ekki verra: Ef þeir geta ekki keyrt þessa stöðu uppí clusterfuck brjálæðis-endalok þá geta þeir ekkert. Ég er vongóður.

Ég er kominn inní sjöttu seríu af DS9 og núna erum við farin að tala um þætti sem ég sá aldrei í sjónvarpinu í den. Kreisí dót í gangi samt.

Never inquire how to be free / just stay on your knees

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mystery Science Theater 3000
ég man eftir :the movie. En heyrt

Björninn sagði...

..ha?