07 maí 2007

,,Veðrið er úti"

Hallur fór heim núna áðan og tók góða veðrið með sér. Það á að rigna í dag og á morgun. Þetta var þrusuhelgi og nóg að gerast: Sól, bjór, kjúklingur, polaroid, kínversk nútímamyndlist, starað á sjóinn, meiri bjór, Kamerún-ískur leigubílstjóri sem vildi kynnast fólki algerlega á tíu mínútum, kalkúnn og sveppir, stelpur í sólinni, kubb, frisbí, Bobi, Sahil, Íslendingar í tröppunum, enn meiri bjór og enn meiri sól, fjórir metrópassar og súrmjólk í hádeginu..

og ekkert lært.

Og í gær var mér orðið illt í lifrinni. Hún leit á mig með tárin í augunum og spurði hvort ég væri ekki til í að glápa bara á vídjó í kvöld. Og mér leist vel á það. Og ég fékk mér mjólkurglas.

...

Ingi Björn lét mig vita um daginn að ,,On the Vikings" verður birt í NoD Magazine, hvar og hvenær sem það verður. Helvíti gaman af því.

...

Ég var búinn að gleyma því að Oliver Stone leikstýrði World Trade Center. En það breytti sosum engu, þetta var nákvæmlega það sem ég hélt: Hrikalega léleg kvikmynd. Ég hefði ekki nennt að staðfesta þennan grun minn nema fyrir þær sakir að ég minnist á hana í ritgerðinni minni, og vildi vera viss um að ég færi með rétt mál.

Og segið svo að ég gróðursetji aldrei neitt.

Cha-cha-chaiin.

-b.

Engin ummæli: