15 maí 2007

Bakið sagði mér

,,þetta ætti að kenna þér að taka til á heimilinu án þess að spyrja mig leyfis," og henti sér fyrir lest. Fígúratíva lest. Ég get ekki gert neitt án þess að emja, sársaukinn sker einsog tenntur hamar. Ligg á maganum og reyni að lesa bók af tölvuskjá. Það gengur svona og svona.

En ég fór útí búð áðan og náði mér í mjólk og svona til að endast í nokkra daga. Mér skilst maður eigi að liggja fyrir til að byrja með.

Guðrún sagði mér að taka íbúfen ef ég ætti það til. Ókei sagði ég. En ég á bara 400mg pillur. Þær eru á stærð við sólgleraugu. Sker þær í tvennt og tek helming í einu, það hlýtur að vera nóg.

Tæpar fjórar vikur í heimför. Ísland græðir öll mein.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessaður skelltu í þig heilli íbú-hlussu. Það var eitthvað feimin við þær í janúar þegar svipað ástand var á mér, en það var örugglega vitleysa í mér. Skutlaðu sólgleraugna glerjunum í þig!

-ingi

Björninn sagði...

Já ég gerði það reyndar fyrir rest.. þetta var ekkert að gera fyrir mig.

Önnur ónefnd manneskja hló við þegar ég sagðist smeykur við að gleypa svona pillur. Kallaði þær smartís. Sem skýrir ýmislegt reyndar, en við förum ekki útí það hér.