28 maí 2007

Oso:

Ritgerðirnar eru búnar. Held ég skili þeim inn á morgun barasta, heilum tveimur dögum fyrir síðasta skiladag. Hefur nokkuð þessu líkt gerst áður í heiminum?

Ég fór með Ými og Kristínu og foreldrum Kristínar til Svíþjóðar í gær. Smá stopp í Malmö og svo upp til Helsingborgar og þaðan með ferju (20 mínútur á leiðinni) til Helsingeyri. Eða Helsingjaeyri? Elsinore. Báturinn hét Hamlet.

Hann var furðulega snöggur af stað, miðað við nafna sinn.

Mér er dálítið illt í vinstri kjálkaliðnum. Hvað getur angrað mann þar?

Er ég svo bara kominn í frí?

-b.

Engin ummæli: