11 maí 2007

billg og löggudjók

Back when I was tomev at Microsoft (1992-1994), billg managed to a large degree by bullying. Even in conversation, btw, people at Microsoft were known by their email names. I didn’t report directly to billg; but, during much of the time I was there, I worked for mikemap (Mike Maples), who reported to billg, had responsibility for all the products, and was part of the boop. Boop stood for billg plus the office of the president (real presidents didn’t last very long there). The oop consisted of steveb (Steve Ballmer) and mikemap. Major decisions were sometimes made by the boop.

Nokkuð athyglisvert að lesa um fundarhöld í gamla Microsoft. (Eða unga Microsoft? Microsoft í gamla daga.) En mér fannst sérstaklega gaman að sjá þetta nafn = ímeil addressa. Bill Gates = billg, Mike Maples = mikemap. Og þetta er það sem þeir eru kallaðir. Er þetta kannske algengt í tölvugeiranum? Ýmir (ymirs) sagði mér að það væri eitthvað um þetta í verkfræðinni heima.

Ég hef náttúrulega aldrei umgengist hóp af fólki sem ég ímeila reglulega. Ja, fyrir utan póstlistaskreytin sem ég senti á bókmenntafræðinemana þegar ég var í því djobbi. Og þá var ég stundum að hitta nýnema sem þekktu mig sem ,,Björninn", afþví það var nafnið sem ég var með skráð í póstforritinu. Það kitlar dálítið. En það er samt annar handleggur.

...

Hot Fuzz er það besta í heimi síðan Shaun of the Dead. Hún notar sama módel, nokkurnvegin. Shaun er gamanmynd um uppvakningahrylling, en hún er líka nett skerí og ógeðsleg zombíamynd. Hot Fuzz er löggumyndaparódía og spæjaramorðgáta og byssuhasar. Æði.

Það eina sem ég gat sagt var ,,Ég vildi að ég hefði séð þetta dót í bíó." Og ég myndi segja það aftur. Ef einhver væri að hlusta. Getur verið að myndin hafi verið í sýningum á Íslandi þegar ég var þar yfir páskana? Hún verður ekki frumsýnd hér fyrren seint í Júlí.

Þessir Danir.

-b.

4 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Júbb, hún var í bíó meðan þú varst á landinu.
Gott bíó. En ég er samt örlítið hrifnari af Shaun, einfaldlega vegna þess að það eru uppvakningar í henni.

Björninn sagði...

Uppvakningar eru alltaf plús. (Og blús? Zombí-blús?) En ég er reyndar sammála, mér fannst Shaun oggu betri. Ég er samt ekki frá því að kringumstæðurnar hafi haft nokkuð að segja: Ég sá Fuzz hérna eins míns liðs, en Shaun heima hjá Ými með skelþunnum hóp af vitleysingum.

Og ég bjóst ekki við neinu af henni heldur, fannst plaggötin frekar ómerkileg osfrv., hún kom mér vægast sagt á óvart. Miðað við það þá fannst mér Fuzz helvíti solid mynd. Og í raun mun frábrugðin því sem ég hafði ímyndað mér. Þeir kunna að koma manni á óvart þessir andskotar.

Nafnlaus sagði...

Mér fannst shaun góð afþví gaurinn úr black books fær flottasta zombie-dauðdaga ever, og á pöbb í þokkabót. Ég á fuzzið eftir hinsvegar. Og mér þætti fyndið ef allir kölluðu mig hallurk. "ég er að fara til hallurks." Frá hallurki. Jú jú, fínt. Hallurkurinn. The hal'lurker. Hvar á hann heima? @ hotmail.com! Wawa weewa.

Björninn sagði...

Hal the Lurker. Ekki slæmt.

Var Moran ekki rifinn í sundur af zombíunum einsog gaurinn í Dawn of the Dead? Mjög svalt.