11 maí 2007

kvertí

Lost var þrælgóður. Einn eftir og svo tvöfaldur lokaþáttur. Djöfull er gaman að það skuli vera eitthvað gott í sjónvarpi.

Og Bruce Willis blaðrandi á aint it cool news spjallþráðum? Jahérna. Og.. Hm? Þetta er eitthvað sem maður á ekki að koma nálægt.

Óáreiðanlegar heimildir herma að næsta BSG þáttaröð verði sú síðasta. Það þætti mér sigur. En það er ekki staðfest. Og ég hef ekkert að segja um það.

Halló heimur.

Og andskotarnir sem auglýsa á msn-inu mínu eru framsóknarmenn. Kind púnktur is. Fokkjú, einsog krakkarnir segja. Eða hvað, þeir mega kannske eiga það að þeir dæla nægum peningum í auglýsingageirann á tveggja ára fresti. Gefa fólkinu bjór. Taka í nefið. Þarf vel upplýst þjóðfélag ekki á lúserum að halda?

Hallur! Ég man ég var að reyna að finna dæmi um oxymoron þarna í lestinni. Þetta er einmitt mín uppáhaldsþverstæða: ,,Ungir framsóknarmenn." Á þessari síðu þeirra má finna stefnuskrá, hún er uppfull af drasli sem ungu fólki líst vel á og þeir koma aldrei til með að kýla í gegn. Hækkaðar húsaleigubætur, afnumin stimpilgjöld, hluti námsgjalda í formi styrks.. Gott og blessað, en hvaða máli skiptir það að ég komist í skólann ef skólinn hefur ekki efni á að hafa mig þar?

Æ rugl. Ég hef mig ekki í þetta.

Og ég kaus ekki, svo ég ætti kannske bara að halda kjafti?

-b.

Engin ummæli: