11 maí 2007

Úr Breakfast of Champions

Það er farið að síga á seinni hlutann í Breakfast of Champions þegar þetta póstmódern manifestó stingur alltíeinu upp kollinum. Sögumaður, sem á víst að vera Vonnegut sjálfur, situr á kokteilbar og fylgist með persónunum sem hann skrifar. Meðal þeirra eru Rabo Karabekian, listmálari, og Beatrice Keedsler, rithöfundur:
I had no respect whatsoever for the creative works of either the painter or the novelist. I thought Karabekian with his meaningless pictures had entered into a conspiracy with millionaires to make poor people feel stupid. I thought Beatrice Keedsler had joined hands with other old-fashioned storytellers to make people believe that life had leading characters, minor characters, significant details, insignificant details, that it had lessons to be learned, tests to be passed, and a beginning, a middle, and an end.

As i approached my fiftieth birthday, I had become more and more enraged and mystified by the idiot decisions made by my countrymen. And then I had come suddenly to pity them, for I understood how innocent and natural it was for them to behave so abominably, and with such abominable results: They were doing their best to live like people invented in story books. This was the reason Americans shot each other so often: It was a convenient literary device for ending short stories and books.

Why were so many Americans treated by their government as though their lives were as disposable as paper facial tissues? Because that was the way authors customarily treated bit-part players in their made up tales.

And so on.

Once I understood what was making America such a dangerous, unhappy nation of people who had nothing to do with real life, I resolved to shun storytelling. I would write about life. Every person would be exactly as important as any other. All facts would also be given equal weightiness. Nothing would be left out. Let others bring order to chaos. I would bring chaos to order, instead, which I think I have done.

If all writers would do that, then perhaps citizens not in the literary trades will understand that there is no order in the life around us, that we must adapt ourselves to the requirements of chaos instead.

It is hard to adapt to chaos, but it can be done. I am living proof of that: It can be done.

Maður á erfitt með að trúa því að honum sé alvara. Enginn getur sagt allt og skilið ekkert undan. Sama hversu miklum upplýsingum þú reynir að hrúga á blaðsíðurnar þá hlýturðu alltaf að skilja eitthvað, og einhvern, eftir. Hvað með gaurinn sem var nýbyrjaður að vinna á mótelinu, þegar Dwayne gistir þar á 'Veteran's day', hvað heitir hann? Og afhverju ætti nafnið að skipta meira máli en nokkuð annað, ef útí það er farið?

Þessi pæling um að fólk hegði sér einsog aðal- eða aukapersónur í skáldverkum er skemmtileg, og flúttar vel við þessa metafiksjón-þætti í sögunni. En er ekki líklegra að þarna sé Vonnegut að gera skil á milli sín og sögumanns? Að búa til klofning af sjálfum sér, einhvern sem hefur tekið þessu 'Creator of the Universe'-hlutverki sínu innan sagnanna sinna heldur alvarlega? Eða er hann bara að verða geðveikur, einsog hann veltir sjálfur fyrir sér nokkrum síðum framar?

Fjórtán árum síðar gefur Vonnegut frá sér Blubeard, þarsem Karabekian, þessi bölvaði svindlari og fúskari, er í aðalhlutverki, og sýndur í mun betra ljósi. Höfundurinn Vonnegut finnur sig knúinn til að rannsaka persónur einsog Karabekian; sögumaðurinn Vonnegut getur látið fólk kaupa verkin hans dýrum dómum, og sætt sig við að vera illa við hann.

Þetta er annars bókin þarsem Vonnegut er hvað fyrirferðarmestur, held ég. Enda fór hann eitthvað útí leikhússkrif og þessháttar eftir að Sláturhús Fimm kom út, og sagði síðar að honum þætti það gaman en það vantaði alltaf eitt í leikhúsuppfærslur og kvikmyndir: höfundinn. Það er vissulega nóg af honum hér.

Eða ekki.

Eftir því hvernig maður lítur á það. (Og eftir því hver tesan í ritgerðinni er, ha-ha.)

-b.

Engin ummæli: