16 apríl 2008

I'll tell you about punk rock, punk rock is a word used by

Hérna er það sem ég hugsa um næstuna:

Ég ætla að fá mér skyndilegan mat í kvöld. Ég ætla að koma heim og taka uppúr töskunni minni og þá verður hann þarna alltíeinu, eða: skyndilega.

Nú er ég kominn inní fjórar bækur sem ég hef gaman af: Running Dog, Sjónhverfingar, Invisible Forms og Reading Comics. Mér finnst ég verði að klára Running Dog (mikið er gaman að lesa margar bækur eftir sama höfundinn), en hinar get ég blessunarlega skautað yfir á köflum. Hugsa ég.

X-Files er orðið neyðarlega lélegt í lok áttundu þáttaraðar. Það kemur mér samt á óvart að Dogget skuli vera hættur að fara í taugarnar á mér. Hann er enginn Mulder, en hann á heldur ekki að vera það.. og ég hugsa að Robert Patrick skili sínu ágætlega þrátt fyrir að handritshöfundarnir séu gersamlega komnir í þrot.

Ég á einn þátt eftir af áttundu, og svo er það sú níunda og síðasta. Ég skal klára þetta, jafnvel þótt það gerist kvöð frekar en kær skemmtun.

Við erum farnir að iðka píluvúdú í Skaftahlíðinni. Núna á næstu dögum má búast við því að nokkrir þjóðþekktir (og heimsþekktir!) einstaklingar fái bólur og jafnvel blæðandi sár í andlit og axlir. Svona eru galdrarnir: það fá allir að vera með.

Og í Hringadróttins-hljóðbókinni minni eru Gandálfur og Fróði og félagar á leiðinni heim. Þeir hittu Sarúman rétt í þessu. Stígur er orðinn kóngur, rosa gaman. Það er samt hellingur eftir af bókinni, og svo allir viðaukarnir. Ég leik mér samt við þá hugmynd að fara að horfa á myndirnar aftur.. ég byrjaði á þeirri fyrstu eftir að ég kláraði Föruneytið en.. ég var truflaður? Ég man það ekki nákvæmlega.

Ég ætla að reyna að kaupa þessar ákveðnu tilteknu myndasögur á ebay og svo ætla ég að eyða reikningnum mínum og grafa hann í jörð. Og strá salti yfir. Þetta er stórhættulegt.. sáuði hvað kom fyrir stelpuna í framhaldsskólanum sem fékk sér VISA kort? Svona getur þetta gerst, í dag er ég að kaupa örfáar myndasögur erlendis frá og svo áður en maður veit af er ég farinn að selja msn-webcam samtöl við mig þarsem ég klæðist hnéháum leðurstígvélum og serði geit.

Hvaðan kemur þessi geit Björn?

Éééég veit það ekki, ég hélt hún væri með þér. Kannske skildi Sævar hana eftir.

Sævar er með ofnæmi fyrir geitum.

Hvernig veist þú hvaða ofnæmi hann er með?

(GEIMVERURNAR LENDA)

Aaa geimverurnar taka okkur!

Geimverurnar, þær eru komnar!

-b. (takk Radíus)

ps. Sævar hvað gerðiru við þvottaefnið? Ekki segja að geitin hafi tekið það, þú veist þú átt enga geit.

Engin ummæli: