07 apríl 2008

,,Glöggir lesendur hafa eflaust..."

En í mínu tilfelli er það tvítekning, óþurftur. Einsog að segja ,,fjórfættur hestur" eða ,,blautur bjór". Eftir því sem ég best veit þekki ég alla sem hingað koma og þetta er allt glöggt og myndarlegt fólk.

Við breyttum brottförinni á kelduna. Nú er planið að fljúga á sunnudeginum fyrir hátíðina.

Nemahvað, verðið hækkaði á meðan ég var að breyta fluginu. Ég hef aldrei séð svoleiðis gerast. En þarna gerðist það. Og það er einsog Davíð varð á orði, maður vælir ekki yfir því.. ég var að gefa sjálfum mér þrjá aukadaga í Karlsberg, Sjálandssól og tjaldlegu með þremur karlmönnum. Svoleiðis verður ekki metið til fjár.

Talandi um bjór og svona, helgin var ansi strembin. Ef ég ætti að segja frá henni þá myndi það hreint ekki hljóma svo kræsilega, en takið mig trúanlegan: Þú hefðir þurft að vera þar. Eða einhverstaðar annarstaðar að hugsa um hvernig það væri að vera þar á þeirri sömu stundu. Ég er ekkert lokaður fyrir exósæsmísku djammi. Svo fór ég í vinnuna og þaðan í tvær upptökureisur.

Samstarfskonurnar brostu: Stefnumót við rithöfunda yrði titill ævisögu minnar. Mig grunar reyndar að eitthvað fleira hafi búið þar að baki.

En það er ekki svo galið. Hver einasti hittingur hefur verið spes. Ég er hinsvegar enginn rithöfundur, og það dugar víst skammt að segja ,,þú hefðir bara þurft að vera þar" eða ,,það var sko hvernig hann sagði það" ef maður ætlar að kalla það frásögn.

Ég keypti myndasögublað á ebay um daginn. Það mun vera í fyrsta skipti sem ég kaupi eitthvað í gegnum þá síðu. Ég er að reyna að finna Flex Mentallo blöð á uppboði, og það virðist vera hægt að fá þau endrum og eins. Það er bara svívirðilegt hvað þessir andskotar vilja fá fyrir þau oftast nær.. Mér er sléttsama hvort þetta er ,,near mint" eða "fine/very fine" ástand, mig langar bara að eiga blaðið til að geta lesið það.

Melir.

Blessað píluspjaldið hefur fengið að kenna á því. Ég ætti að reyna að setja upp mynd af því.

-b.

Engin ummæli: