23 apríl 2008

Enn um CCA-dótarí

Í tengslum við greinina um Wertham og réttarhöldin yfir myndasögunum - Eddie Campbell las sama dót og bendir á hluta úr samtali Frank Miller og Will Eisner:

...

(Frank) MILLER: Didn't they also just happen to write the Code sentence by sentence to shut down Bill Gaines?
(Will) EISNER: No.
MILLER: But they even prohibited the names of his books! Nothing with "crime" or "horror" in the title.
EISNER: I don't know. I wasn't present at the writing of this thing.
MILLER: It seems to me it was a pretty shitty job, putting the best publisher out of business.
EISNER: Well, I don't know if he was the best publisher at the time. You call him the best publisher? I don't know if historians will agree with you.
MILLER: He had the best line out there at the time.
EISNER: I don't know why you'd call him the best publisher. Is that because he was publishing some of the best stuff?
MILLER: Because EC represented as high a quality standard as I've seen in commercial comics.
EISNER: Well, he had good people.
MILLER: Well, what else makes a good publisher?
EISNER: All right, I don't know.
MILLER: He published really good work.
EISNER: Oh, no, no. I just challenged why you selected him as the best publisher. Also, I don't know where you get your evidence for--
MILLER: I read the Code.
EISNER: But I don't think they sat down and designed it to put him out of business.
MILLER: It listed the titles of his books and said, "You can't use these titles, you can't use these genres!" Everything he did is listed there as being forbidden, and that's about all that's forbidden.
EISNER: They listed his books in the Code?
MILLER: They don't say, "No Crime SuspenseStories." They say, "There will be no comics with the word 'crime' in their title, or 'terror,' or 'horror.' There will be no living dead. There will be no stories that disrespect authority." It's pretty much a laundry list -- that is, without outright saying, "There will be no EC Comics," that's pretty much what it says.
EISNER: To me that's different. It's Charlie Biro (editor at Lev Gleason Pubs) who was using the word "crime," so it was aimed at him too, wasn't it? I challenge why you conclude that it was designed to put EC out of business; I'm not saying I know differently, I'm just challenging your assumption. I don't know whether it's true or ot. I don't think it was written to put Gaines out of business.
MILLER: That's my understanding at least.
EISNER: I think it's written to defend publishers against what they expected would be an avalanche of litigation that would put the comic book business out of business. The Carlino proposal, legislation in New York that I was debating against, was a law that governor Dewey vetoed; it would have forbidden the sale of comic books on newsstands.

...

..og hann vill meina að Miller hefði betur hlustað á gamla manninn en að þröngva skoðun sinni uppá hann, þar Miller var ófæddur þegar réttarhöldin svokölluðu áttu sér stað. Já. Ég gluggaði einhverntíman í þessa samtalsbók en nennti ómögulega að lesa hana, þarsem ég hef aldrei haft neinn áhuga á Eisner og lítið meiri á Miller. Hinsvegar er áhugavert að lesa þetta í ljósi þess hvernig Wertham er fram settur í The Dark Knight Returns.

Þaðan bendir hann á umfjöllun um bókina The Ten Cent Plague, sem virðist mikið í mun að dramatísera réttarhöldin og halda Wertham í hlutverki skúrksins, þess sem æpir lygar og æsir móðursjúkan lýðinn í að kremja grey minnimáttar myndasöguútgefendurna - svipað og Miller.

Hinsvegar kem ég alltaf aftur að þessari túlkun Beatys að Wertham hafi einungis verið að biðja um aldurstakmark á sumar bækur, enga ritskoðun eða slíkt. Þess í stað var The Comics Code Authority stofnað af forsvarsmönnum sambands útgefenda. Uppúr Wikipedíu:

The CCA code was based upon the largely unenforced code drafted by the Association of Comics Magazine Publishers in 1948, which in turn was modeled loosely after the 1930 Hollywood Production Code. The CCA, however, imposed many more restrictions than its predecessor.


Hollywood Production kóðinn var lagður af árið 1968 og í staðinn tók við flokkunarkerfi MPAA-stofnunarinnar (G, PGA, R, X osfrv.). CCA-kóðinn missti vægi sitt hægt og rólega á áttunda og níunda áratugnum og nú eru DC og Archie Comics einu fyrirtækin sem hirða um hann. Marvel notar sitt eigið kerfi. Og svo framvegis.

En það er þessi samsteypu-ritskoðun, andspænis ríkisrekinni ritskoðun, sem mér finnst athyglisverð. Það hefur jú verið tíundað hér og hvar hvernig MPAA-kerfið er meingallað, og þessi CCA-kóði var handónýtur. Nú er hinsvegar svo komið að kvikmyndir eiga mjög erfitt með að fá dreifingu hafi þeim ekki verið rennt í gegnum MPAA-ferlið, en myndasögusjoppur selja hvað sem selst.. Sölukerfið er líka allt öðruvísi þeim megin. Og ég nenni í sjálfu sér ekki að tíunda það. Kannske var þetta ekki svo áhugavert eftir allt saman.

Reading Comics er skemmtileg á köflum og oft mjög áhugaverð. En þar eru Eisner og Miller einmitt teknir til umfjöllunar í sama kaflanum. Fyrri helmingurinn er að miklu leyti nokkurskonar primer fyrir þá sem vita lítið sem ekkert um myndasögugeirann bandaríska, söguna og menninguna. Síðari helmingurinn samanstendur af stuttum greinum um hina og þessa höfunda. Mér sýnist ekki vera nein stór thesa í gangi, síðari hlutinn er samtíningur og fyrri hlutinn er laaaangur inngangur einsog til að láta bókina líta út fyrir að vera eitthvað annað en greinasafn.

En Wolk er skýr gaur, hann hefur eitthvað áhugavert að segja um hvern og einn, sem er jákvætt í sjálfu sér. Ég hafði hugsað mér að fara á hundavaði yfir fyrri hlutann og lesa síðan um þá kappa sem ég hef þegar lesið, en mér sýnist ég nú ætla að lesa þetta allt, eða að megninu til. Vitræn umfjöllun um myndasögur sem ég hef haft gaman af eða gæti hugsað mér að lesa? Já takk.

Blókið hans Wolks er hér en ég hef ekki skoðað það ennþá. Kannske er það rusl.

Það sem fer kannske helst í taugarnar á mér við hann er það að hann skuli alltaf finna eitthvað til að kvarta yfir í verkum höfundanna sem um ræðir. Þetta er einsog einhver fræðikennda-varnagli: ,,ég er rosa hrifinn af myndasögum og þessir höfundar eru æði, en þetta og þetta og þetta hér er allsekki nógu gott og ég veit það og skil það vegna þess að ég er fræðingur, ekki fanboj." Hjá Alan Moore er hrynjandinn í tali persónanna vandamálið. Stundum. Ekki alltaf, bara í einstökum tilvikum, en það er nóg til að metta fræði-egóið býst ég við.

En það má vera að það eigi rétt á sér.

Hei og Steve Ditko er snar.

-b.

Engin ummæli: