09 febrúar 2007

Frekari útskýringarHérna er blái bjórinn. Ég smakkaði einn áðan, hann var ágætur. Kannske aðeins meiri fylling í honum en þessum græna, en hann er ekkert bragðsterkur. Hefði þurft að kaupa einn af hvoru til að vega og mæla..

En þetta finnst mér hinsvegar skemmtilegt, aftan á hverri flösku er smá blörb frá ,,venjulegum dönum" héðan og þaðan. Á þessari flösku er
"Farven minder mig om efterår. Og så smager den lidt af karamel."
Á annari er
"Den er rund og blød i smagen og glider lige ned. Så det er ikke kun en mandebajer."
..og svo framvegis. Ný lína á hverri flösku. Kannske soldið haddló en samt engu verra en megnið af ruglinu sem maður les utaná bjórflöskum.

Og svo er svona dauft spurningarmerki fyrir neðan TUBORG-ið, og yfir því stendur ,,Danmarks nye Tuborg". Því það er nefnilega ekki útséð með það sko. Spurningaratriði.

-b.

Engin ummæli: