11 febrúar 2007

Þar situr hamingjan föst við gólfið

Í gær blandaði ég mér skrúfjárn og vann þrjátíu krónur í pókerspili, sem ég notaði síðan til að kaupa mér kebab. Ég bað um durum með killing en ekki kylling, en mig minnir að hið fyrrnefnda sé orðið yfir kettling. Ég fékk samt hænsn. Danska y-ið er slyngið.

Davíð Þór Jónsson bendir á frásögn Jóns Steinars Ragnarssonar af þáttöku þess síðarnefnda í þorskastríðinu. Fín lesning.

-b.

Engin ummæli: