15 maí 2006

..og þá hló Björninn

Eyþór Arnalds, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segist í yfirlýsingu harma innilega það atvik sem átti sér stað sl. nótt þegar hann var tekinn við ölvunar­akstur. Slíkt hafi aldrei hent áður. Hefur Eyþór ákveðið að draga sig úr kosningabaráttunni en muni hann ná kjöri þá ætlar hann að taka sér frí frá störfum sem bæjarfulltrúi í Árborg á komandi kjörtímabili meðan á málinu stendur. Jafnframt ætli hann sér að fara í áfengismeðferð.

„Ég harma innilega það atvik sem átti sér stað sl. nótt þegar ég var tekinn við ölvunar­akstur. Slíkt hefur aldrei hent mig áður en er engu að síður óafsakanlegt. Með þessu brást ég trausti samflokksmanna minna, stuðningsmanna, fjölskyldu og þeirra kjósenda sem ég leita eftir stuðningi hjá. Þessa iðrast ég af heilum hug og bið afsökunar á.

Í framhaldi af þessum atburði hef ég, í samráði við samstarfsmenn mína í Árborg og forystumenn Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að axla ábyrgð og draga mig út úr kosninga­baráttunni. Nái ég kjöri mun ég að auki taka mér frí frá störfum sem bæjarfulltrúi í Árborg á komandi kjörtímabili meðan á málinu stendur og ég tek út mögulega ökuleyfis­sviptingu eða aðra refsingu, eins og lög segja til um.

Um þessa niðurstöðu er full samstaða í frambjóðendahópi Sjálfstæðisflokksins í Árborg sem áfram mun vinna ótrauður að sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 27. maí.

Ég tel að áfengi hafi brenglað dómgreind mína með alvarlegum afleiðingum og hef í kjölfar þessa atburðar ákveðið að fara í áfengismeðferð," segir í yfirlýsingu sem Eyþór hefur sent til fjölmiðla.

Mikið vildi ég óska að vitleysingar lægju ekki niðri - Eyþór er pottþétt vitleysingur vikunnar.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er hann svo sannarleg!
Ég kýs auðvitað að líta á björtu hliðarnar á þessu máli. Og hverjar skyldu þær vera? Jú nefnilega það að íhaldið hlýtur að setja strætóferðir (220 krónur s.s.) á milli Reykjavíkur og Selfoss efst á forgangslistann. Einhvernveginn verður Eyþór verður að komast í bæinn!
Svo ég segi hipp hipp húrra!

-Ingi