27 maí 2006

X Björn / Fyrir stærri Tjörn

Ég fæ ennþá heimsóknir hingað þósvo það hafi ekkert verið að gerast síðan á.. hva, fimmtudag? Jæja það er kannske ekki svo merkilegt. En það er greinilegt að fólk vill fá að vita hvað er að ske. Nú, við Víðir tókum þátt í pöbbkvissi og vorum rændir fyrsta sætinu á svínslegan hátt. Það hefði allteins verið hægt að spyrja mig hvað fyrstu fjórar bækurnar í The Invisibles röðinni heita, eða Víði hver hannaði leikmynd og hafði umsjón með ljósum á uppfærslu leikfélags Selfoss á Kambsráninu árið 2006.

En nóg um það.

Við Víðir vorum síðan rólegir í gær, fórum í Selfossbíó og sáum þar Ðe Davinsí Kód. Hún var ágæt að því leyti að hún var styttri en bókin. Fínasta tímasóun þarsem við höfðum ekkert annað fyrir stafni.

Hann Marvin var svo góður að lána mér Homicide: A Year on the Killing Streets og ég er kominn aðeins inní hana. Helvíti skemmtileg finnst mér.. maður sér hér og þar hvar höfundar þáttanna hafa fengið að láni. Bókin hefur greinilega verið notuð ansi mikið við gerð þeirra, ekki bara í þessum allra fyrstu.

En bíðum við. Nú er að koma kvöld, kosningar á landsvísu. Ætli það verði ekki eitthvað húllumhæ á fólki. Ef maður bara vissi hvað menn væru að gera..

-b.

Engin ummæli: