18 maí 2006

Skáldskapur, ekki-skáldskapur, hindurvitni og kerlingabækur

Í dag vaknaði ég fyrir hádegi með hjálp góðra vina. Takk vinir.

Renndi niður á Prik þarsem ég las þetta:
As I reported here, NBC reporter Melissa Stark yesterday dipped a timid toe in the sea of controversy when she interviewed Code director Ron Howard, asking how he reacted to the controversy the movie has created . . . for the Church! Sounding more like a sensitivity trainer than a Hollywood director, Howard offered up some ambiguous prose about it being healthy thing for people to engage their beliefs.

Lauer took the bull of controversy more directly by the horns when he interviewed the cast and director Howard today. Said Lauer:

"There have been calls from some religious groups, they wanted a disclaimer at the beginning of this movie saying it is fiction because one of the themes in the book really knocks Christianity right on its ear, if Christ survived the crucifixion, he did not die for our sins and therefore was not resurrected. What I'm saying is, people wanted this to say 'fiction, fiction, fiction'. How would you all have felt if there was a disclaimer at the beginning of the movie? Would it have been okay with you?"

There was a pause, and then famed British actor Ian McKellen [Gandalf of Lord of the Rings], piped up:

"Well, I've often thought the Bible should have a disclaimer in the front saying this is fiction. I mean, walking on water, it takes an act of faith. And I have faith in this movie. Not that it's true, not that it's factual, but that it's a jolly good story. And I think audiences are clever enough and bright enough to separate out fact and fiction, and discuss the thing after they've seen it."

With the camera focused on McKellen, one could hear a distinctly nervous laugh in the background, seeming to come from either actor Tom Hanks or director Howard. McKellen's stunning bit of blasphemy is likely to test the adage that all publicity is good publicity.

Þetta er svona nokkurnvegin viðhorfið sem hefur komið fram í vitrænni umfjöllun um skáldskap / ekki skáldskap í tengslum við Da Vinci Lykilinn og Biblíuna, en hann kemst vel að orði karlinn. Og Howard er náttúrulega bara píka.

(Einhverstaðar las ég um daginn tilvitnun í ræðu sem rithöfundur hélt, þarsem hann greindi frá klemmu; þegar hann skrifaði non-fiction gæfi fólk sér að hann væri að hagræða staðreyndum, en þegar hann skrifaði fiction héldi fólk að það væri sannleikur. ,,Er þetta byggt á eigin reynslu," ,,er þessi-og-þessi fyrirmynd þingmannsins í fimmta kafla," o.s.frv. Reyndar er þetta eitthvað sem hægt væri að tala um endalaust. Hún mamma skilur tildæmis ekki hversvegna fólk myndi vilja lesa um eitthvað sem ,,gerðist ekki í alvöru" en ég skil ekki hvernig fólk nennir að lesa ævisögur og þessháttar. Og hvað er skáldskapur og hvað er ekki skáldskapur (eða ekki-skáldskapur).. Arg.)

Síðan koma heilu runurnar af rifrildum um landamæragæslu, innflytjendalöggjöf í BNA og hassreykingar.. nema hvað. Einn af þeim fyrstu talar um ,,Nancy Drew and Da Vinci's Junior Jumble" sem mér fannst fyndið.

Ekki ha-ha fyndið, en þúveist. Svona einsog ef einn af þessum menntskælingum sem eru að labba upp Laugaveginn hnytu um sjálfa sig og segðu ,,Á!" áður en þeir lentu á olnboganum. Maður hlær afþví það var ekki maður sjálfur en einhver hefur líklega brotnað á einum eða fleiri stöðum.

-b.

(Craig Clevenger, sem gaf frá sér The Contortionist's Handbook (lausl. þýtt ,,Handbók liðalausa mannsins" - einhvers sem getur bögglað sér saman á fáránlega vegu) sagði að útgáfufyrirtækið hefði þurft að stækka orðin ,,A Novel" á kápunni því fólk væri að skila bókinni með athugasemdum um að það ,,vantaði myndir." Það fannst mér ha-ha fyndið.)

Engin ummæli: