18 maí 2006

Punktar um skóla í 'mörk.

Í gær fann ég stórt umslag í póstkassanum mínum. Þar var bréf frá KU sem óskaði mér til hamingju með að hafa fengið inngöngu o.s.frv. Þar var líka eyðublað sem ég þarf að senda tilbaka með passamynd og undirskrift svo ég geti sótt stúdentakortið mitt þegar ég kem á staðinn. Það var líka bæklingur með einhverju dóti.. svona.. skrifuðu á hann. Svart á grænu. Og svo var götu- og metrókort af Kaupmannahöfn.

Þeir eru ekki búnir að redda mér húsnæði og það verður víst ekki fyrren í sumar. Sjö níu þrettán. Ef þeir hafa ekki samband við mig varðandi það alltsaman innan við viku áður en skólinn byrjar er mér velkomið að hafa samband við skrifstofuna í hinu og þessu símanúmeri.

Sem mér finnst vera ansi stuttur fyrirvari ef eitthvað hefur farið úrskeiðis, en hei. Ekki er ég danskur.

Önnin byrjar 1. sept. og kúrsarnir verða ekki auglýstir fyrren eitthvað um það leyti, skilst mér. Hinsvegar þarf ég ekki endilega að skrá mig sérstaklega nema bara mæta í fyrsta tíma. Segja þeir. Sagði einhver lígeglað?

Ætli maður þurfi ekki líka að fara að spá í mastersritgerð? Já og kaupa húsbíl og íbúð. (Eða er það 'hús, bíl og íbúð'?)

-b.

3 ummæli:

Keimlíkur sagði...

Hvað hefur maður að gera við hús ef maður ætlar hvort eð er að fá sér íbúð í næsta eða þarnæsta orði? Miklu skynsamlegra er að fá sér húsbíl.

Björninn sagði...

Hei Egill maður.

Já það virðist frekar heimskulegt að kaupa tvö híbýli með svona stuttu millibili, en hinsvegar hefur mér aldrei fundist neitt skynsamlegt við húsbíla, hvert svo sem samhengið er. Þannig að hvortveggja er í raun og veru jafn tilgangslaust.

En það er jú meiningin með því að lifa hinu góða lífi.. að kaupa pláss sem maður þarf ekki endilega, og setja síðan upp átta flatskjái og böns af áttahundruðþúsund króna hátölurum.

Gunnar sagði...

Það eru ekki bara danskir sem hegða sér svona. Þetta lítur svipað út og þegar ég fór til Þýskalands. Þ.e. húsnæði ekki tilbúið fyrr en um sumarið, en það var góður fyrirvari á kúrsaauglýsingum, ca. tveir mánuðir.

Hins vegar eru (að jafnaði grunar mig) útlendingar á forgangslista v/stúdentagarða. Svo landsbyggðalýður, innlendur.