05 maí 2006

1/3

Ég sit a Prikinu og verð þyrstur af að horfa útum gluggann. Var að klára ritgerðina sem ég átti að skila á mánudaginn og þarmeð er einhver vinna í deginum. Ég hitti Víði áðan en hann var á leiðinni að flytja Geirþrúður svarar fyrir sig í ífiktaðri mynd niðrí Borgarleikhúsi. Sagði honum að ganga vel, ganga illa og brjóta útlim. Veit ekki hvort ég hefði getað gert betur. Fékk mér líka Vitaborgara með honum, svo hann gengur vel mettur á svið.

Verst að hann er ekki að fara að leika í böku-kappáts-atriði. Ég segi ekki annað.

St. Elsewhere með Gnarls Barkley er eðal haugur af megabætum til að hafa í eyrunum á meðan maður hjólar. Trippí sándskeip og hraðstígur taktur. Hvað vill maður meira á ferðinni?

Dying To Say This To You með The Sounds er líka fín.
Og Whatever People Say I Am, That's What I'm Not með Arctic Monkeys heldur áfram að rúlla. Strætóskífa um fyllerí og kellingar og fullar kellingar. Snilld.

Thief endaði frekar snarlega og mér fannst hann eiginlega missa sig í blálokin. Svei mér þá.

Setjum blálok hérna líka bara.

-b.

Engin ummæli: