30 maí 2006

Skyline TransmissionVinnan byrjuð aftur. Jibb.

Harðsperrur í maganum eftir helgina og ég brenndi mig á þumlinum núna áðan. Æi ég.

CSI þáttur í kvöld tók mið af bíóinu sem er búið að vera í gangi undanfarið. Þeir eru að velta sér uppúr ógeðinu: krufningar sýndar ansi nákvæmlega þarsem ME-inn flettir brjóstinu af og sargar í gegnum rifbeinin til að sýna okkur brjóstholið; neðanjarðar-tilraunabúðir þarsem heilablöð og augu eru skorin og numin á brott, og kerling ein nagar af sér höndina til að sleppa úr handjárnum.. Hún hefur verið rökuð og svelt og situr á hækjum sér hlekkuð við hitaveiturör öskrandi af hræðslu þarsem hún sér hvað er á seyði í næsta herbergi..

..klædd í nærbuxur og brjóstahaldara.

Sýnið okkur endilega hvað gerist þegar manneskja er söguð í sundur og henni slátrað, en konubrjóst eru alveg útúr myndinni.

Og jú, þetta er gamalt rifrildi, en mér fannst þetta fyndið. Fyndið og heimskt.

-b.

Engin ummæli: