17 maí 2006

Miðvikudíóðar

Veturinn 2004-5 var ég á síðasta ári í BA, sumarið 2005 var ég að skrifa lokaritgerð, veturinn 2005-6 tók ég fyrsta ár í MA og nú er komið sumar og ég hef enga heimavinnu hangandi yfir höfðinu í fyrsta sinn í langan tíma. Þarf bara að fara að vinna bráðum svo ég verði ekki úti.

Hér má sjá umslagið af nýjustu smáskífunni minni:


Verst að ég gat ekki fengið rétta litinn í þetta á .gif mynd. Það er nú alltaf eitthvað sem tapast niður en ég hef aldrei séð það svona rosalegt áður. Hér má sjá til samanburðar .psd fælinn.

Frikki var að tala um einhvern fótboltaleik í gær, en ég hef ekkert heyrt í honum í dag. Ætli maður sé ekki bara einn á báti. Bíðandi eftir að Davíð skili sloppnum mínum. Ég er viss um að hann er að nota hann til að taka upp einhverja sóðalega fótaklámmynd.

Vil hann samt aftur, þetta er uppáhaldssloppurinn minn.

Nú ætla ég að fara útá svalir og ná síðustu sólargeislunum. Nýta þetta aðeins.

Gó Ísland.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gay smáskífa

Björninn sagði...

Þú bjóst kannske við öðru frá Kits-metalbandinu Pink T-Shirt Princess?

Svo segir maður 'gei' en ekki 'gay' því það er gei að sletta útlenskri stafsetningu, nafnleysinginn þinn.