Og ég vaknaði með lagið ,,Truly, Madly, Deeply do" á heilanum. Hvað er í gangi með það?
Einmitt núna þessa stundina á ég 23 mæspeis vini, og ég hefði ekki haldið að ég þekkti svona mikið fólk áður en ég skráði mig sem notanda. Þetta getur netið lært manni. Annars er 23 eðal galdratala, einsog ég reyni títt að útskýra fyrir fólki, þannig að nú væri lag að slaka á í vinasöfnun og leyfa tölunni að vinna fyrir mig.
Las Earthboy Jacobus í gær. Þetta er sami gaur og gerði Creature Tech, sem ég reyndar entist ekki til að klára, en þessi var helvíti fín. Fljótlesin og skemmtileg þótt hún sé ansi þykk. Svart á hvítu, stórir rammar og nokkur gullin augnablik. Hún er uppfull af allskonar annars-heims ógeði þarsem skrímsli ráða yfir hliðstæðri veröld og gera fólk að skrímslum með því að sprauta þau með einhverju ógeði o.s.frv. Undir lokin fáum við síðan að sjá fæðingu úr óvenjulegu sjónarhorni (miðað við fæðingar í kvikmyndum og sjónvarpi á ég við) en þósvo höfundurinn hefði velt sér uppúr blóði og vessum og skít alla bókina sem á undan gekk þá kom þetta mér einhvernvegin í opna skjöldu. Fantasían virkar á einhvern hátt allt öðruvísi á mann.
Silast ennþá lengra inní Homicide og hef alltaf jafn gaman af. Hún er alveg ofboðslega fyndin á köflum.. Ég veit ekki hvort það virkar að vitna svona í einstaka línur þarsem þær eru ekki í réttu samhengi, en reynum þetta samt sem áður:
Yet McLarney was also one of the most intelligent, self-aware men in homicide. He was the unit's Falstaff, its true comedic chorus. Elaborate practical jokes and bizarre profanity were Jay Landsman's steady contributions, but McLarney's humor, subtle and self-effacing, often caught the peculiar camaraderie that results from police work. Generations from now, homicide detectives in Baltimore will still be telling T. P. McLarney stories. McLarney, who as a sargeant spent a single day sharing an office with Landsman before deadpanning a confidential memo to D'Addario: "Sgt. Landsman stares at me strangely. I am concerned he views me as a sex object." [...] McLarney, who once drove home on a busy shift to rescue his wife and son by using his .38 to shoot a rampaging mouse in the bedromm closet. ("I cleaned it up," he explained on his return to the office. "But I thought about leaving it there as a warning to others.")
Þessi seinni saga var reyndar notuð seinna í The Wire minnir mig, og fleira í kringum McLarney..
En talandi um stöff sem maður gæti varla skáldað uppúr sjálfum sér:
Chick to friends: He was like, "Say you love me. Say my name. Say, 'I love you John*!' And I was like, "Can we just concentrate on the task at hand, here?"
Og nú: GTA.
-b.
1 ummæli:
Æ Earthboy Jacobus já...ég man bara eftir hrollinum sem ég fékk þegar hann murkaði líftóruna úr einhverju skrímslinu með því að kyrkja það með bandaríska fánanum. Creature Tech var samt frábær, að þú skulir ekki hafa klárað hana lúðinn þinn.
Skrifa ummæli