10 mars 2008

Fleiri kápur

..en bíðið við! Þetta eru ekki kirkjumyndir á reyfurum. Þetta er persónulegt. Það snertir mig sjálfan, líf mitt og úmf.

Hallur og Ingi Björn fóru til Parísar um daginn og skemmtu sér víst mjög vel. Þeir fóru að sjá opnunina á listasýningunni sem Frikki og kó voru að sýsla með Gelatín. Það var eitthvað í fréttunum um hana um daginn. Svo kíkti ég á Selfoss um helgina og hitti Hall, en hann rétti mér bók sem var gjöf frá þeim Inga:Sem mér fannst algert æði. Ég var smá stund að fatta að þetta væri skáldsaga eftir einhvern Kerúak (hu?) en ekki ný saga frá Jason. Og ég hafði aldrei heyrt af því að Jason gerði bókarkápur. En þetta er þá hluti af nýrri línu frá Penguin. Penguin Classics Deluxe. Þarna má líka sjá kápur eftir Seth, Spiegelman og Chris Ware. Og Frank Miller:Ég fann myndirnar hérna. Slatti af kápum.

En mér skilst að Pynchon hafi beðið sérstaklega um Miller. Þessi kápa sprengir nú ekki huga minn, en sú eftir Jason er gull. Og þegar maður opnar hana er brotið uppá kápuna og á brotinu eru myndasögurammar. Ætli það sé ekki til nafn á þetta kápubrot, þarsem stundum má sjá myndir af höfundunum o.s.frv.?

Allavega. Takk fyrir bókina gaurar. Ég skal reyna að lesa hana.. þúveist.. hérna. Bráðum. Eða næst?

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú þarft ekki að lesa hana mín vegna en þú verður að hafa hana á flottum stað í hillunni hjá þér, þá er ég sáttur. Ingi Björn hefur ekki lagt fram neinar kröfur um aðgerðir gagnvart þessari bók í kjölfar gjafar en hann er sennilegur til að gera það núna -
kv.
Hallur