25 mars 2008

Áttundi liturinn, seinni hluti

Hann er hér.

Gott stöff.

-b.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sean Astin var bara hræðilegur í þessari mynd og eyðilagði hana nánast fyrir mér. Hrikalegur.

Skuggi

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Hann var nokkuð slæmur. Annars var þetta ágætisdót.

Björninn sagði...

Já þetta var fínt. Ég vissi líka ekkert af þessu fyrren það var sýnt í sjónvarpinu, svo það kom skemmtilega á óvart. Það væri gaman að geta átt von á árlegri Discworld mynd.

En nú kippi ég þessu niður. Ég er víst að misnota kvótann minn á hi-svæðinu.

Gunnar sagði...

Sean Astin var draumur við hliðina á David Jason! Ég meina, Sextugur Rincewind!? Og þetta er gaurinn sem lék Frost í hundruðum ömurlegra glæpamynda, ojbarasta. Og Albert í Hogswatch. Ég bendi á mynd neðar á síðunni af Rincewind máli mínu til stuðnings.

Tim Curry var líka hræðilegur, hræðilegur.

Annað sosum fínt. Farangurinn afar passandi. Bókavörðurinn líka, eftir að hann var orðinn órangúti. Ook-ið mætti þó bæta.

Björninn sagði...

Já þessi gamlingja-Rincewind passaði ekki. Tim Curry er samt bara Tim Curry. Annaðhvort er hann í myndinni eða ekki.. En það var ekki svo erfitt að líta hjá því sem miður fór.

Fannst mér.