19 mars 2008

John Apoplex

Ég horfði á fyrstu tvo hlutana af John Adams í gær og leiddist það óskaplega. Laura Linney verður aldrei nein önnur en Meryl Burbank og sú var fölsk ergó Laura Linney er fölsk. Eða. Hún var líka bófadrottningin í Mystic River.. nokkuð góð þar. En hérna er hún vel menntaða, þrælskarpa, nó-búllsjitt, truth-to-power ,,konan á bakvið manninn" bla bla bla.

Og George Washington á að vera að keyra leigubíl í Nújork, fallinn í skömm og hataður af fjölskyldu og fyrrverandi vinum.

Kannske er það bara þjóðrembingurinn sem fer í taugarnar á mér. Var það Thatcher sem sagði að Evrópa byggðist á sögu, en Ameríka á heimspeki? Eða hugmyndafræði? Það virkar voða sniðugt. En er eitthvað betra eða réttara að byggja þjóð á hugmyndafræði? Frekar en landafræði eða slíku?

Er réttara að stofna þjóð heldur en að gera það ekki?

Maður veit auðvitað aldrei hvað átt hefur fyrren misst hefur, en ef allt það sem gerir Íslendinga að Íslendingum myndi brotna niður og fjúka útí sjóinn á næstu hundrað árum, og ég vissi að það myndi gerast, myndi ég reyna að sporna við því? Myndum við taka eftir því yfirhöfuð, á meðan það væri að gerast? Nú segi ég ,,allt það sem gerir.." en er það nokkuð annað en tungumálið og landlegan?

Ósköp á ég mikið af spurningarmerkjum í dag. En mér finnst ég annars heyra talað um að hitt og þetta komi til með að ganga á menningararfinn eða eyða sérkennum íslensku þjóðarinnar án þess að það sé tekið sérstaklega fram hversvegna Ísland sem sérþjóð sé eitthvað spes eða eitthvað sem vert er að verja. Eða mannkynið allt, ef útí það er farið. Ég vil síður að ég sjálfur eða fólkið sem ég þekki og þykir vænt um myndi deyja, en þess utan þá kemur framþróun mannkyns mér óskaplega lítið við.

Er þetta síðan einhver hugmyndafræði sem ég þekki ekki með nafni eða einfaldlega fálæti?

-b.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Nú hljómarðu bara eins og DMX.

Björninn sagði...

Það er aldeilis ekki leiðum að líkjast.

En vel á minnst, hvar eru hundarnir mínir?