29 mars 2008

Úr Svíþjóðara

Nú er ég í Svíþjóð, í bæ sem heitir Ölsremma, og sit við tölvu í fyrsta sinn síðan ég kom hingað. En það er óttalega lítið að segja, þetta hefur allt gengið vel. Ferðadagurinn fór í ferðina, sá næsti í versl og gærdagurinn í ósköp lítið. Ég veit ekki hvort það verður nokkur ferð á manni í dag. Það er ágætt að slappa bara af og lesa í bók.

Verst hvað krakkinn öskrar mikið. Það sker í eyrun. En ég kom líka með eyrnatappa. Tækni er æði.

Húsið er hitað upp með trjábolum, sem eru settir í ofn og brenndir, svo þeir hita upp vatn sem er síðan hleypt á ofnana. Það er rosalega stjörnubjart á næturna og mjög mjög rólegt. Kyrrt.

Í bænum er enginn skóli, engin verslun, ekkert pósthús, nó noþink. Það er röraverksmiðja (PipeLife heitir hún, án gríns) og tvær kirkjur. Ein fyrir óháða söfnuðinn svokallaða. Speisað?

Jæja.

-b.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Speisað, mjög mjög speisað!

Ölsremma? Remman af öli. Andremma eftir öldrykkju?

-Ingi

Nafnlaus sagði...

ekkert svo speisað sko. Battlestar, það er sko speisað.

Sævar sagði...

Ef hún héti PipeDream, þá væri það án efa grín.

Björninn sagði...

Já Battlestar er og verður að vera speisað.

PipeDream gæti verið nafn á einhverri annarri verksmiðju í öðru landi.. eða öðrum hluta Svíþjóðar. En hérna í Ölsremma, þar lifa þeir drauminn.

Rokk og ról.

Björninn sagði...

Æ já, og Ölsremma þýðir víst ,,glasfótur". Eða ég hef heyrt því fleygt. Ekki veit ég hversvegna, ég er bara að selja hluti sem ég kaupi hérna, einsog vera ber.