14 desember 2007

THIS WARN YOU!

Ég kom við í Nexus á leiðinni heim í gær til að sjá hvort þeir ættu til Black Dossier. Þeir áttu nokkrar, halelúja. Sölumaðurinn óskaði mér gleðilegra jóla og þegar ég steig út var kominn þessi líka svakalegi jólasnjór í loftið. Hvert korn á stærð við hnefa, og þau siluðust niður til jarðar einsog laufblöð.

Alan Moore færði mér jólin?

Ég var að byrja að glugga í hana núna. Inní bókinni er bók sem kallast The Black Dossier, og maður skal gjöra svo vel og lesa það alltsaman til að geta haldið áfram með myndasöguna. Sem er spark fyrir fól einsog mig sem hafa aldrei haft sig útí að lesa textana í lok fyrri bókanna tveggja.

Allavega. Sagan gerist árið 1948, árið sem George Orwell skrifaði 1984. Bókin tekur nokkuð mið af því, og þessi svarta mappa byrjar á Orwellískri aðvörun:
THIS WARN YOU

Docs after in oldspeak. Untruth, make-ups only. Make-ups make THOUGHTCRIME. Careful. Supervisor rank or not to read. This warn you. THOUGHTCRIME in docs after. SEXCRIME in docs after. Careful. If self excited, report. If other excited, report. Everything report. Withhold accurate report is INFOCRIME. This warn you. Are you authorised, if no stop read now! Make report! We know. Careful. Any resemblance, living or dead, is ungood. Make report. If fail make report, is INFOCRIME. Make report. If report made on failing to make report, this paradox. Paradox is LOGICRIME. Do not do anything. Do not fail to do anything. This warn you. Why you nervous? Was it you? We know. IMPORTANT: Do not read next sentence. This sentence for official inspect only. Now look. Now don't. Now look. Now don't. Careful. Everything not banned compulsory. Everything not compulsory banned. Views expressed within not necessarily those of publishers, editors, writers, characters. You did it. We know. This warn you.

Disskleimer í newspeak. Jebb, Moore kemur með jólin.

-b.

Engin ummæli: