13 desember 2007

Björn Tvískinnungur Valsson

Ég skal hneykslast og bölvast útí fólk sem nennir að horfa á íþróttir í sjónvarpinu þegar það gæti verið að gera eitthvað annað, en gemmér snóker eða 9ball mót og þá kemur nýtt hljóð í strokkinn.

Nema náttúrulega ef snóker og 9ball eru ekki íþróttir. Þá er allt þetta lið ennþá vangefið.

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki íþrótt frekar en skák? :)

Björninn sagði...

Já þetta er líklegra á svipaðri hillu.. af einhverjum ástæðum langar mig samt frekar að stilla þessu upp með keilu og pílukasti, en það er kannske vegna þess að keila, billjarður og pílukast eru alltsaman bjóríþróttir fyrir mér.

Sjálfsagt eru skák og kotra og damm og það alltsaman barsport fyrir aðra, en þetta er alltsaman mjög persónulegt.

Björninn sagði...

Það eru reyndar takmörk fyrir því hversu mjög ég nenni að glápa. Að sjá O'Sullivan éta andstæðing sinn í úrslitaleiknum í gær var t.a.m. ekki sérstaklega spennandi, og ég myndi ekki nenna að sjá svoleiðis aftur. Þá er mér nokk sama hversu vel maðurinn spilar, ég get séð taktana í best-of klippum.

Undanúrslitin voru hinsvegar svakaleg.

Nafnlaus sagði...

... fótbolti er bjóríþrótt fyrir flesta þannig að neysla bjórs er ekki sérlega gott viðmið á íþrótta"leika" athafna;)