18 desember 2007

Skeinur

Ég var að færa veitingavagn með marmaraplötu á milli hæða í gær. Hann stímdi á þröskuld og langatöng hægri handar varð á milli plötunnar og járngrindarinnar svo það blæddi inná hana. Löngutöngina. Svo brenndi ég sama fingur, en hinumegin, fyrir ofan nöglina, þegar ég var að taka kjúkling útúr ofninum í gærkvöld. Ég get ekki sýnt neinum þessi meiðsl án þess að vera dónalegur við fólkið í kringum mig.

Nýr skrifstofustóll og jólagjöf handa ömmu í gær. Ég er eitthvað þreyttur og leiðinlegur í dag. Ég virðist ekki ætla að ná að hespa þessum Hugleiks-dómi af.

-b.

Engin ummæli: