11 desember 2007

Killer idea, man

Greinaskrifum er lokið. Nú hefjast dómaskrif.

(En vitaskuld eru öll skrif í greinum og flest innihalda þau einhverskonar dóm. Blah.)

Ég fékk hugmynd í gær og ég ætla að segja frá henni án þess að framkvæma hana, því það er eiginlega það sem ég geri. Hvílík hugmynd, það.

Hugmyndin er semsagt að fyrst þessi skrif lenda á netinu, en á allt öðrum stað en þessum, þá gæti ég notað þessa rás fyrir aukaefni - útstrokaðar málsgreinar, misheppnaðar setningar, undirbúningsvinnu, beinagrindur, hástöfuð stikkorð.. Unnendur kjarngóðra bókmenntaskrifa minna gætu leitað hingað til að sjá hvernig pylsan er hökkuð og hnýtt.

En þetta er hræðileg hugmynd. Það væru endalausir dálkar af svona löguðu:

_______

fólk ,,hrapar að ályktunum“, líta á hluti... „líttu á það eins og búið og gert“ „leitt okkur einu skrefi nær þeim leyndardómi“ „höldum þessu áfram niðri á stöð“ „þá vantar mig hjálp þína“ „við höfum okkar ástæður“ „ég hef ekki beint auglýst bakgrunn minn síðan 11. september“ „honum leið eins og bjána. eins og trúði. eins og aðhlátursefni annarra.“ ,,brosti dularfullt“ „ég tek mína áhættu“ „enda var þetta litla atvik í hrópandi mótsögn við alvöru dagsins“ „heldurðu að trúarbrögðin geti nokkurn tíma lifað í friði ...?“ „bókin grefur undan sjálfri undirstöðu minni, fatíma.“ „ég hugsa ekki lengur í stökum mannslífum, ég er kominn yfir það.“ „ef 20. öldin kenndi okkur eitthvað, þá er það mikilvægi þess að móta kringumstæður áður en hætta steðjar að.“ „hvenær munum við eiginlega læra að lifa í friði?“
„,,Já, fyrirgefðu.“ Donnelly ræskti sig. „Hún er eitthvað á þessa leið.“ Hann dró andann djúpt áður en hann flutti hina leyndardómsfullu vísu.“
skúrkarnir nota í alvöru orðið útópía til að réttlæta gjörðir sínar
fólk glottir lymskulega og brosir leyndardómsfullt eða dularfullt eða andstyggilega eða vingjarnlega eða breitt,

__________

Ein leið væri að standa í endalausri vinnu við að útbúa efnið úr hráefni einsog þessu, umraða, pússa og slípa, stafsetja osfrv., vitandi það að enginn nennir að lesa svoleiðis dót hvorteðer.

Liðið sem stendur í svoleiðis djobbi fyrir dvd diska ætti að fá meiri pening, eldra viskí, yngri konur og steiktari kjúkling.

-b.

Engin ummæli: