18 maí 2007

Þú getur setið heima hjá þér

Þessi bakmeiðsl voru sem betur fer ekki eins alvarleg og ég óttaðist. Fór á lappir í gær og reyndi að teygja á helvítinu, var orðinn góður seinnipartinn. Finn aðeins fyrir því að ég er ekki hundrað prósent, en þó vel starfhæfur. Ég þakka öndum forfeðra minna fyrir að þetta er ekki sama draslið og angraði mig fyrir tveimur árum síðan.

Í gegnum boingboing.. Fullt af myndum af stöðum þarsem fólk fær ekki að setjast niður. Allskonar brunahanar og syllur og grindverk og ég veit ekki hvað og hvað, skreytt með örvaoddum.



Þetta er einmitt eitthvað sem ég skil ekki, og fær mig til að hata mannfólkið. Á flugvellinum hérna, Kastrup gamla, liggur járnstöng meðfram öllum veggjum og súlum, í sirka 20-30cm hæð. Ég tók bara eftir þessu um daginn þegar ég beið eftir Halli. Það var einn bekkur á svæðinu, fullsetinn, kaffihúsastólar og Burger King básar, og svo lokað á alla aðra setu með því að girða veggina af. Hálfvitar.

Líka í gegnum bb: Ég er yfirleitt ekki hrifinn af ópraktískum úrum (eða úrum yfir höfuð, ég hef ekki átt úr í lengri tíma) en þetta finnst mér of svalt:



Ekki alveg nógu stúpid til að vera ónothæft, og mjög snassí.

Tæpur áttaþúsundkall, plús sending og tollur. Bíðum og sjáum.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haltu samt áfram að teygja þó þér líði betur ... þarftu ekki að taka eitthvað meira til á næstu vikum?;)

Björninn sagði...

Jú ég geri það náttúrulega.. ef ég hefði spáð eitthvað í því undanfarna mánuði þá hefði þetta auðvitað aldrei gerst.

Annars verður rólegt yfir tiltektinni þangaðtil ég flyt út. En þá verða alþrif. Og kraftþrif. Ég býst við að allavega sunnudagurinn fari í það, komplet. Maður verður að undirbúa sig fyrir svoleiðis, líkamlega sem andlega.