18 mars 2007

Tilviljun sem er alveg örugglega ekki tilviljun

Söguhetjan okkar í Life on Mars heitir Sam, alveg einsog söguhetjan í Quantum Leap. Sá heitir Samuel Beckett, einsog leikskáldið. Beckett og James Joyce voru góðir vinir, drukku stundum kaffi saman. Joyce skrifaði m.a. Portait of the Artist as a Young Man, en í tveimur þáttanna í fyrstu seríu af Life on Mars hittir Sam fimm ára útgáfuna af sjálfum sér.Félagi hans heitir Gene Hunt, eða ,,leitin að genunum", sem felur í sér grundvallarspurningu í afbrotafræðinni, hvort það sé eitthvað meðfætt, eða í genunum, sem gerir það að verkum að fólk brýtur lögin. Löngunin til þess að brjóta mannlegt atferli til mergjar og komast að sannleikanum um sjálfan sig og aðra, sem er einmitt það sem Sam okkar reynir að gera, þarsem hann er fastur í huga sínum á árinu 1973 en liggur líka í dásvefni heima á árinu 2003.Helsta kvenpersónan heitir Liz White, en spítalarúmið sem Sam liggur í er klætt hvítu laki. Fornafnið er auðsjáanlega tilvitnun í Elísabetu Englandsdrottningu. Sam vill komast heim en hann þarf að þola hárið og tóbaksreykingarnar í Manchester fortíðarinnar og klára eitthvað ákveðið djobb áður en hann fær að fara aftur tilbaka. Tilmælin til Sams eru semsagt þau að ,,leggjast aftur (á spítalabedda) og hugsa um England," en það er viðeigandi að þau komi fram í þessari kvenpersónu, þeirri einu sem hann hefur treyst fyrir sannleikanum.Ein af götunum sem Sam gengur niður í þriðja þætti heitir.. nei ókei. Ég hafði þessa tvo Sam-a, hitt veit ég ekki hvaðan kom. Maður ætti samt aldrei að afskrifa nöfn á persónum, það eru alveg jafn miklar líkur á því að þau þýði eitthvað einsog að þær hafi verið skírðar útí loftið.

Ég var að byrja á annarri þáttaröð. Þetta eru skemmtilegir þættir oftastnær, en það er smá galli í tímaflakks-lógíkinni sýnist mér. Sam virðist geta haft áhrif á gang mála, en á hinn bóginn getur hann sagt fyrir um hegðun fólks útfrá því sem hann man að gerðist án hans hjálpar. En það er bara hókus pókus.. hverjum er ekki sama.

Tim and Eric, Awesome Show! Great Job! er hand-hand-haaandónýtt dót. Alveg snar. Mjög mistækt, en þegar það virkar þá er það líka að virka. Sketsinn þarsem Tim breytir sér í kött er alveg með því betra.

Hér er smá:Og ,,Brule's Rules" eru æði:

-b.

Engin ummæli: