01 mars 2007

Sjáið hvar ég sit

Ég var að klára að ryksuga herbergið mitt þegar Bea sagði mér að það væri enginn poki í vélinni. Mér datt einhvernvegin ekki í hug að tékka á því áður en ég byrjaði. Svona lagað á bara að vera í lagi. Ég hreinsaði úr innviðunum og stakk henni aftur inní skáp, kom að tölvunni aftur og hún var þakin ryki. Þannig að í staðinn fyrir að ryksuga var ég í raun að þyrla gólfinu yfir skrifborðið og rúmið mitt.

Var ég búinn að minnast á það að ég væri kominn með skrifborð? Tommy fékk eitthvað nýtt sett frá vini sínum, og lét mig hafa gamla dótið. Ég var allavega ekki búinn að sýna mynd af því:..Tópasinn er þarna afþví ég hef ekki fundið betri stað fyrir hann síðan ég kom með hann heim um daginn. Og ég er með handklæði á gólfinu svo hjólin á stólnum rispi ekki gólfið. Ég gæti eflaust keypt mér mottu en ég hef ekki rekist á neina ennþá.

Craig Clevenger bendir á poddkast þarsem hann les fyrstu tvo kaflana úr Dermaphoria. Þetta er ekki maður sem ég myndi vilja hlusta á til lengdar.. en bókin gæti samt sem áður verið fín. Stendur ennþá til að tékka á henni.

-b.

Engin ummæli: