01 mars 2007

Generation Kill heitir það víst

David Simon og Ed Burns ætla að dýfa sér í Íraksstríðið. Frábært. Það er spurning hvort þetta skarist á við síðustu þáttaröðina af The Wire eða komi í kjölfar hennar.. En það er allavega gott að vita að þeir séu með eitthvað spennandi í burðarliðnum.

Ég á ellefu lotur eftir í n. Af hundrað.

Formattaði tölvuna hennar Ásu í dag. Það er alltaf jafn góð tilfinning að ræsa næstum tóma tölvu og byrja uppá nýtt. Einsog að stíga í nýfallinn snjó eða hlaða keðjum og barmmerkjum utaná brjóstmylking. Mig hálflangar orðið að strauja mína..

-b.

Engin ummæli: