23 mars 2007

Írónía n. (kvk. et.)



Ókei. Ég sótti um vinnu við prófarkalestur og stafsetti orðið vitlaust. Prófarkarlestur. Líf mitt er fimmaurabrandari.

Það er ekki einusinni svo gott að þetta hafi verið innsláttarvilla, ég ákvað að hafa bara eina örk í þessu orði. Veit ekki hversvegna. Dísús. Fékk samt ekki flatt nei.. afhverju ætli það sé.

Sagan er semsagt sú að ég sendi umsókn á blaðið, í frekar óformlegum tölvupósti, fyrir rúmri viku síðan. Í morgun fékk ég svo svar, þar sem ég var beðinn um að líta yfir bréfið sem ég sendi, og lagfæra villurnar í textanum. Mér fannst það frekar kalt. En þó rökrétt. Lagaði draslið til og sendi aftur, hugsaði með mér að ef ég gæti ekki einusinni klárað það þá ætti ég ekkert í starfið hvorteðer. Núna áðan fékk ég svar við því þarsem gaurinn segir mér að hann komi til með að hafa samband við mig þegar sumardagskráin er komin á hreint, og að hann hafi aðallega verið að fiska eftir orðinu ,,prófarkalestur." Sem ég stafsetti vitlaust í fyrra bréfinu og hnaut ekki um í því seinna.

Jæja. Maður finnur eitthvað að gera.

En það gerðist meira í morgun. Það voru sex ósvaraðar hringingar skráðar á símann, sms og tölvupóstur, allt frá mömmu. Ég hringdi undireins og spurði hvað væri í gangi eiginlega. Þá hafði hún rekist á eitthvað tilboð á flugi hérna milli Danmerkur og Íslands um páskana og vildi ná sætunum - að því gefnu að ég væri geim. Jú segi ég, ef þú býður þá kem ég. Það gekk svo mikið á að ég hélt að einhver hefði dáið, sagði ég og hló. Heyrðu, þá dó vinkona hennar í bílslysinu sem var í fréttunum. Hrikalegt.

En ég verð semsé á landinu í þar-þarnæstu viku. Látið vita ef ykkur vantar eitthvað frá Köben.

-b.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á þetta að vera þú í pollinum? Hver býr til svona ljótar myndir?
hkh

Björninn sagði...

Nei nei. Ég fann þessa mynd á einhverju rölti og fannst hún fyndin.

..þótt ég sé auðvitað mjög krúttlegur björn sem er illa við býflugur.

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Voðalega er blóðið eitthvað fjólublátt þarna í pollinum.

Gaman að heyra að von sé á þér, mig vantar samt ekkert frá Kaupmannahöfn.