23 júní 2008

Fíl gúdd samastað

Það er eitthvað bannsett suð í viftunni á tölvunni minni og það er að gera mig brjálaðan. En hún er enn í ábyrgð, ég ætla að skutla henni inná Nýherja á morgun.

Ég pantaði áskrift af tímaritinu The Believer. Loksins get ég farið að trúa á allskonar, leggja traust mitt á eitthvað sem ég get ekki lamið með kaðli, séð hvað það er við þessi nýju net sem fólk fílar svo mjög.

Á morgun er Jónsmessa. Mér finnst alveg nógu bjart á næturna. Kannske þarf ég bara nýjar gardínur, þetta er fjandanum skárra en að hjóla heim úr vinnunni í svarta myrkri.

Og mig vantar nýja íbúð!

Veit einhver um íbúð fyrir mig?

Ég bið ekki um mikið, bara að hún sé á höfuðborgarsvæðinu og kosti ekki hönd og fót. Fimmtán ferimetra herbergi fyrir fimmtíuþúsund á mánuði? Nei takk. Eitthvað aðeins minna kreisí. Leigan hér hefur hækkað um rúman sautjánþúsundkall síðan við tókum við íbúðinni, en hún er samt sanngjarnari en það sem ég er að sjá auglýst á netinu.

Víðir og Sævar fara í lok samningsins, við út í lok ágúst. Hjálp.

-b.

Engin ummæli: