22 júní 2008

Úr neðanjörðum

Life on Mars voru fínir þættir, a.m.k. fyrri þáttaröðin. Nú sá ég bandaríska aðlögun um daginn, prufuþátt sem gerist í Los Angeles. Sagan er sú sama en í staðinn fyrir duldið renglulegan besservisser er kominn þjakaður alfa-male í ætt við Jack Bauer, sem þýðir að sambandið milli Sam Tyler og Gene Hunt er harðhaus í harðhaus, og hvað er skemmtilegt við það? Ekki neitt.

Þátturinn eyðir líka alltof miklum tíma í að setja upp ,,nútíðina", sem kemur niður á smáatriðum og persónusköpun í lögreglustöð fortíðarinnar. Frekar tilþrifalítil þýðing, en já.. samt ekki eins slæm og maður hefði haldið. Þeir fá prik fyrir að nota stef úr Donnie Darko á réttu augnabliki. Og svo las ég eitthvað um það að fólki hefði ekki líkað dæmið, nú á að flytja sögusviðið til New York og skipta um alla leikarana.. nema alfa-meilið. Jæja.

Þvínæst kíkti ég á Ashes to Ashes, sem er sjálfstætt framhald af bresku þáttunum. Gellan úr gömlu Spooks leikur löggu sem fer aftur til ársins '81 og hittir sömu löggurnar og Tyler vann með. Ég nennti ekki að klára fyrsta þáttinn. Kannske er ég ekki að gefa þessu séns, en mikið afskaplega var þetta óspennandi.

Ocean's Thirteen aftur í gær. Hún er betri en mig minnti.

Fótboltaliðin hafa ekki verið að haga sér sem skildi.. það skorar enginn lengur. Fara bara í framlengingu og eitthvað vesen.

Ég kíkti útá rúntinn í dag, eftirá leið mér einsog ég væri nýkominn úr ræktinni. Skrýtið að verða svona þreyttur einsog uppúr þurru. Hvað er það í líkamanum sem framkallar þessi viðbrögð?

Mig klæjar enn að komast á Hróarskeldu. Mér líður ágætlega, svona mest. Og mig langar ennþá að sjá öll böndin sem mig langaði að sjá áður en ég fékk þessa pest. En þorir maður því? Ég veit ekki hvort ég get skilað miðanum á hátíðina, ég efast um það. Og ég get fengið flugið endurgreitt, en ekki skattinn, ekki breytingargjöldin..

Það er einsog svo margt annað, tímasetningin er hræðileg.

Ég er að hugsa um að kaupa mér áskrift af tímariti. Finna eitthvað sniðugt tímarit og skrá mig á það.

-b.

Engin ummæli: