30 júní 2008

Áááá Sjóóó

Þeir Davíð og Egill eru í Kaupmannahöfn. Ég hringdi áðan og sagðist myndi lifa í gegnum þá næstu vikuna, í stöðugu símasambandi. Davíð hélt að ég væri að grínast.

Maður á víst ekki að naga sig í handarbakið ef maður er enn á því að ákvörðunin hafi verið rétt. Að minnsta kosti ekki að kalla það það. Eða hvað? Ég naga mig þá í olnbogann. Á Strikinu um hálftvö að renna sér í fyrsta bjór dagsins? Það er sumarfrí sem ég hefði ekkert á móti. Ég hefði átt að segja þeim að kíkja á Bobi. Fá sér einn humla.

Humleuh.

Ég var annars nýkominn í vinnuna þegar ég var gripinn og sendur uppí Þjóðmenningarhús, þar hitti ég fimm konur og átti að sitja fyrir myndum með tveimur þeirra. Sú þriðja var ljósmyndari og hinar tvær að vinna í Gegni, en myndirnar á að nota í nýjan bækling um vefinn og a.ö.l. vefinn sjálfan. Það var semsé verið að uppfæra hann um daginn, nýtt útlit o.s.frv.

Ein mynd hér þarsem við erum að skoða bækur í hillum, önnur þarna þar sem ég held á gamalli bók fyrir framan opinn bókaskáp. Ég er með hvítan hanska til að káma ekki kápuna, en hann sést ekki á mynd. Og svona. Fyrir þetta fékk ég nokkrar krónur í úttekt í Kringlunni. Rosa fjör.

Svona er vinnan akkúrat núna: Ég er með tvo flipa opna í IE (því síðurnar virka ekki í Firefox, hvað sem veldur), í öðrum er ,,200 daga afritið", það sem var tekið í október, í hinum er ,,100 daga afritið", sem er síðan í apríl. Ég fer í gegnum hverja síðu í báðum afritunum, og ef einhverju hefur verið breytt eða bætt við á þessu 100 daga tímabili þá færi ég breytingarnar yfir í grunninn, þ.e.a.s. 200 daga afritið.

En í 100 daga afritinu eru ,,?" orðin að ,,_" í öllum tenglum, og tenglar í bækur sem voru færðar inn á þessum 100 daga tímabili virka ekki og koma ekki til með að virka þegar bækurnar sjálfar eru færðar inn, því þá stemma númerin ekki lengur.

Og allskonar svona.

Og ég þarf náttúrulega að fara að koma mér í þetta. Gengur hægt en vel. Einn tveir og

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nýji gegnirinn er skelfilegur, á mann er öskrað:

SKRIFAÐU LEITARORÐ

og maður þorir ekki annað en að hlýða, og leitar í kjölfarið að einhverri bölvaðri vitleysu.

Gunnar Marel.

Björninn sagði...

Já þú segir það. Maður er nú kannske ekki óvanur því að fá innistæðulausar skipanir frá vefsíðum. ,,Smelltu hér!" eða ,,Skráðu þig inn!"

Hinsvegar væri gaman að sjá hversu margir skrifa LEITARORÐ og láta gott heita.

Mér finnst hann reyndar dálítið erfiður í notkun, en það er líklega vegna þess að ég var orðinn svo kunnugur gamla vefnum.

Og svo er komin nýr HÍ-vefur og ný Ugla. Það er náttúrulega alveg hrikalegt.