20 júní 2008

Je. Minn.

Hei, hvern hefur ekki dreymt þennan draum?..nei, ekki mig heldur.

Þegar maður er fljúgandi í geimskipi sem er samt ekki geimskip heldur smokkur, og vetrarbrautin er ekki þúveist plánetur og svoleiðis heldur klasar af brjóstum og munnum og rössum og píkum? Mig hefur aldrei dreymt það. Það er bara of kreisí. Og þetta er auglýsing til að minna unga fólkið á alnæmi, þann skaðvald.

Frönsk auglýsing sem minnir á alnæmi.. Já ókei. Og hún fékk víst viðurkenningu á Cannes núna síðast.

Eða þær, réttara sagt, hér er sú fyrir stelpurnar:Ég veit að hingað kíkja bókmenntafræðingar og annað myndlæst fólk. Leggur einhver í að greina þetta?

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er maðurinn kvenlegur.

Björninn sagði...

Mikið ert þú nafnlaus.

Nafnlaus sagði...

Hvílíkar teikningar! oooo þær eru frábæró. Allt grefur þú upp. Ég er sérlega hrifinn af skjaldbökunni. Hvað hét guttinn í Superbad?
Mér finnast þær ekki vera X, þessar myndir, þær eru svo cute eitthvað. Þau eru svo glöð og spennt á svipinn, það er sennilega þar sem munurinn liggur, ef ÞAU væru klámfengin/vúlgar-gröð á svipinn, þá væri þetta miklu aggresífari myndir.
Og varðandi pjakkinn, er hann ekki bara soldið 15 ára, ekki beint kvenlegur heldur strákslegur?
-HKH

Björninn sagði...

McLovin'?

Nei þetta er varla klám. Það er einhver spenningur og forvitni í andlitinu á þessum unglingum, einsog vera ber, mér sýnist samt móta fyrir meiri glettni hjá guttanum en gellunni. Eða kannske tilhlökkun, frekar en forundran.

Og já, speisaðar myndir. Takk internet.