Ég sýndi þessa kápu um daginn. Þetta er franska þýðingin á Skugga-Baldri eftir Sjón.
Síðan rakst ég á þessa í dag, en það er sænska þýðingin á Jöklaleikhúsinu eftir Steinunnu Sigurðardóttur.
Hana fékk ég hérna á safninu, en það stendur ekkert um kápumyndina í henni.. hver tók hana, hvar eða hvenær. Þá fyrri hafði ég af netinu, og þá kemur slíkt náttúrulega hvergi fram.
Þær eru ansi líkar.
-b.
2 ummæli:
Þetta er sjokkerandi! Ég bara spyr, veit Sjón af þessu? Veit Steinunn af þessu? Hvað er í gangi?
-Ingi
Já þú segir nokkuð. Ég hlýt náttúrulega að líta svo á að með þessum skrifum hafi ég gert þeim viðvart. Lesa ekki allir internetið?
Skrifa ummæli