09 nóvember 2007

Skugga-Baldur og svoleiðis

Mér datt í hug að skrifa ,,Skugga-Baldri verður kápan úr því klæðinu." En eru kápu-orðaleikir kannske þessi síðasti biti sem maður ætti að láta eiga sig?

Hérna eru að minnsta kosti kápur utanaf Skugga-Baldri. Byrjum á þeirri Íslensku:Hér er færeysk:Næst dönsk:Þá finnsk:Þýsk:Frönsk:Hollensk:Og síðast ítölsk:Þessi hollenska finnst mér nú síst. Hún er voða daufleg eitthvað.. blár himinn við hvítan snjó og skepna sem gólar. Þessi franska, sem gæti verið þýsk - með sínum gamla timburpalli við jökulvatn og það er svo kalt og úti og framandi - notar í það minnsta fallega mynd, þó ekki sé annað. Þessar skandinavísku brúka allar sömu kápumynd en breyta um letur og liti í titlinum, sem er alveg passlegt. Þú færð engin stig fyrir svoleiðis en það er heldur ekkert dregið af þér.

Þessi ítalska lítur út einsog plata með Björk. Eða myndband með Björk. Sem er aðeins sniðugri leið til að merkja sig Íslandi en að sýna mynd af kirkju uppá jökli. Hún er samt ekkert sérlega falleg.

Hérna koma þýskararnir hinsvegar á óvart. Hérna er ekkert hálendi eða jökull eða eyðibær eða rauðir sandar við fjallkot. Hálfur úlfur á hreyfingu og titill í hástöfum á kremhvítu baki. Kannske er það vegna þess að maður býst orðið við einhverri velgju úr þessari átt, en mér finnst þessi kápa mjög frambærileg.

Kallinn hefur ekki verið þýddur á fleiri tungumál svo ég viti.

...

Það hringdi í mig gamall kennari núna áðan og spurði hvort ég vildi vera í dómnefnd. Auðvitað geri ég það glöðu geði. Sýnið mér dótið ykkar og ég skal segja ykkur hvort það er nokkuð varið í það. Ég er dómari ykkar og böðull, og ekki endilega í þeirri röð! Ég skil hugverk rétt!

Annars eru tveir tímar eftir af vinnu. Dadaraí.

-b.

Uppfærð! Anna frá Noregi bendir á þessa norsku kápu:Sem er vissulega frábrugðin þessum skandinavísku.. Ég skil nú ekki alveg hvað er á seyði á þessari mynd. Er þetta playmo-kall? Nú er kannske rétt að játa að ég hef ekki lesið bókina. Ef til vill meikar þetta perfekkt sens.

En þá vantaði mig líka þá sænsku, en sú stendur eins nálægt þeirri íslensku og hún mögulega getur.Þá ætti þetta að vera komið. Ekki satt?

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://www.tiden.no/index.php?ID=Bok&counter=137
Anna - Noregi

Björninn sagði...

Hei vá, þú ert snögg. En takk kærlega fyrir þetta.. skellum þessu inn snöggvast.