14 nóvember 2007

no fit state

Ég vaknaði eldsnemma í morgun og keyrði á Selfoss að hitta tannlækninn minn. Þegar ég sit í þessum stól og horfi uppí loftið þá breytist sjónsviðið í leiksvið. Það er ekki oft sem maður fær að fylgjast með fólki sinna daglegum störfum frá þessu sjónarhorni. Allt svo fyrirfram ákveðið, svo afslappað. Hann setti einhverskonar hring utanum tönnina og festi tjald utaná hann svo skemmda tönnin var einangruð. Mikið hefur breyst síðan það var síðast borað í kjaftinn á mér. Borarnir voru misstórir, ég var deyfður tvisvar og þetta tók sirka hálftíma, allt í allt.

Og núna er ég þreyttari en flest sem mér dettur í hug. Vinna eftir tæpa tvo tíma.. gæti ég mögulega dottað í klukkustund? Ég hef samt heyrt að maður eigi ekki að sofa á meðan maður er enn með deyfingu.. Helvítis.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vona að þú hafir ekki sofið yfir þig í vinnuna? ;)

Björninn sagði...

Heyrðu nei, ekki þennan morgun. En í dag, föstudagsmorgun, já. Þá svaf ég yfir mig.

Betra seint en aldrei, en best aldrei samt?