05 nóvember 2007

Sunshine reggí

Hver er það sem mætir í heiminn á mánudagsmorgnum og sér til þess að venjulegt fólk þurfi að fara á lappir? Þetta er ,,hvað ef væri stríð og enginn mætti" fyrir vinnulýð. Ævintýri helgarinnar verða til þess að taugakerfið leiðir ekki sem skyldi, skipanir frá heila niður til fingurgóma villast á leiðinni, grafa sig í fönn og verða úti innaní hægri olnboga. Eða kannske er þetta svefnleysið.

Það er alltaf sama kvartið á mánudagsmorgnunum.

Battlestar Galactica: Razor í gær. Lítið á seyði þar.

En það er ekki morgunn lengur. Klukkan er orðin fjögur, öllum að óvörum. Hei ég fór ekki einusinni í kaffi. Kannske ég geri það núna. Hætti klukkan fimm, engum að óvörum. Heyrði í Halli Karli áðan og ætla að renna til hans núna á eftir.. um að gera að nýta þennan bílgarm á meðan ég hef hann.

-b.

Engin ummæli: