14 nóvember 2007

Snart, snart sagði rottan

Ég sýndi eina kápu með þessu lagi hérna um daginn, það var ein af Kalman-þýðingunum þýsku. En hérna eru þrjár í röð. Sveitarómantíkin blívur á þessum sem öðrum íslenskum krimmakápum, en hér er ekki nóg að stilla myndinni upp heldur er búið að ramma hana inn. Hver kápa er þá einsog uppstilling á smábæjarmynd, hver bók orðin að bláum dyrum inní íslenskt dreifbýlishimnaríki:Jújú, þessi fyrsta er af Reykjavík, en hvað ætli þeir viti það.

-b.

Engin ummæli: