06 nóvember 2007

Kápugaur

Hvernig er það, eru bókarkápur leiðinlegar? Sumum finnst það kannske. En ég hef ekkert annað til að setja inná þetta pláss. Pah á auðu síðuna, allt netið er autt ef maður spáir í því þannig. Óendanleikinn er harður húsbóndi.

En látum sjá. Hérna eru tvær skemmtilegar kápur.Mamma átti einhverjar bækur í hillu þegar ég var lítill á Selfossi. Eða kannske átti hún ekkert í þessum bókum, kannske voru þetta bara bækur í hillu. Þessi var þar á meðal. Ég las hana ekki fyrren miklu síðar, en ég hafði mikinn áhuga á þessari kápu. Það er svo mikil hreyfing og stórskorinn galsi í þessari mynd. Það er allt á iði; símtólið, brjóstið (hvar er hitt brjóstið?) beinin og dekkið, að ógleymdum smokknum. Og einhver skemmdur hrammur heldur kverkataki utanum forviða gaur, sem maður hlýtur að ætla að sé aðalpersóna bókarinnar. Það er einsog einhver hafi sópað saman afgangstáknmyndum af kynlífi og ofbeldi, fleygt þeim uppí loftið og tekið mynd af ósköpunum.

Eða hvað, er ég að lesa of mikið inní þetta ef ég tek símtólið og beinin sem reðurtákn, og bíldekkið sem einn smokk í viðbót? (Mig minnir að á einum stað í bókinni óski sér smokka sem eru jafn slitsterkir og bíldekk.) Hm. Ekkert nema kynlíf og ofbeldi.Svo er hérna fallegur flughvalur. Hann flýgur. Og hann er fallegur. Eða, líklega finnst öðrum hvölum hann fallegur? Það er flugvél á myndinni svo við sjáum að hann er fljúgandi en ekki ekki fljúgandi. Ég er ekki búinn að lesa bókina en hún er örugglega heví skemmtó.

-b.

Engin ummæli: