04 október 2007

Alís í blundalandi

Það hverfur aldrei neitt í alvörunni. Ekki alveg. Þetta er bara eitthvað sem maður að hafa í huga. Það er engin leið að sætta sig við það og manni verður ekki hugsað til þess fyrren eftirá. Meðvitundin er helvíti erfið. Og þegar maður er farinn að hugsa og athafna sig í árum frekar en dögum eða vikum þá verður alltaf lengra á milli þess sem maður lítur tilbaka.

Ekki það, mér þætti gott að geta munað hluti í núinu, þessum korters radíus sem maður á að hafa á hreinu í kringum sjálfan sig. Nú gleymdi ég að sækja vatn í glas. Áðan gleymdi ég fötum í þvottavélinni. Þar áður gleymdi ég að taka blóðþrýstingspillurnar, sem ég hef verið að taka í fimm ár, tvo daga í röð. Og ég gleymdi handklæðinu þegar ég fór í ræktina í dag. Svona gæti maður haldið áfram. Ég er stöðugt að gleyma að hringja í tryggingastofnun og ég er ekki viss um að það stoði nokkuð úr þessu.

Æ vesen.

Heyriði annars þessi vinna er ágæt. Það fer ágætlega í hausinn á mér að vinna á bókasafni, þósvo ég sé meira í svona hliðarverkefni heldur en annað. Það er einmitt vinna í fyrramálið. Ekkert á föstudaginn. Og svo lofaði ég mig í vinnu á stöðinni laugardag og sunnudag. Bévítans. Helgina þar á eftir líka.

Rock on Brian!

-b.

Engin ummæli: