20 október 2007

Spaðjark!

Við fórum á Organ á miðvikudaginn. Á eftir The Zuckakis Mondeyano Project átti band að nafni Coctail Vomit að spila. Það gekk eitthvað illa hjá þeim að tengja græjurnar, og stelpa úr sveitinni kynnti til leiksins vinkonu sína, eitthvað svona til að stytta okkur stundir. Þessi vinkona ku vera mjög fyndin. Segðu brandara, sagði stelpan við vinkonu sína. Og hún sagði þennan hér (á ensku reyndar, en við skulum gefa okkur að hún hafi lært hann á íslensku):

Hver er munurinn á tælenskri stelpu og pítsu?

Þú getur týnt sveppina af pítsunni.

ha ha ha.

Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að segja að okkur hafi ofboðið, en þetta var óskaplega smekklaust. Og fékk okkur ekki til að lengja eftir hugsanlegri snilld þessarar mátulega nefndu hljómsveitar, Coctail Vomit.

En er þetta annars eitthvað sem er allt í lagi, svo lengi sem maður er á sviði? Mér datt í hug hérna einn til að stytta áhorfendum stundir, ef ég lendi í keimlíkri aðstöðu:

Hver er munurinn á blökkumanni og bjórflösku?

Bjórflaskan er ekki þjófur og morðingi.

ha ha ha.

Djöfull er gaman að vera virkur hluti af upplýstri, vestrænni æsku.

-b.

Engin ummæli: