Síðan komu svona milljón nýjar myndasögur á safnið um daginn. Ég stend með opinn góm og merki við einstakar kiljur í huganum. Í dag sat ég eftir og las Desolation Jones: Made in America eftir Warren Ellis og I Killed Adolf Hitler eftir Jason. Sú fyrri er bara þrusufín. Ég les alltaf Ellis og verð oftar fyrir vonbrigðum en ella en sumt kann hann vel og þá er fjör að lesa myndasögur. Og þessvegna heldur maður áfram að les'ann. Fáum hérna eitt fínt kóver:
I Killed Adolf Hitler er það besta sem ég hef lesið frá Jason síðan ég las Why Are You Doing This? Það er reyndar ekki svo langt síðan ég las þá bók, en það er bara betra. Maðurinn hefur gaman af því að sýna furðulega og átakanlega hluti á hversdagslegan hátt, og þarna fær maður að sjá hann skrifa um tímaflakk, nasista og leigumorðingjaparadís. En fyrir Jason er það alltsaman aukaatriði, nemahvað.
Æði.
Og næst er það Powers: Cosmic. Glarghbendisssllagghrlaghl.
-b.
1 ummæli:
Hefur þú hugleitt decaf?
Skrifa ummæli