15 júlí 2008

,,I wrote about it in my dairy."

Stjörnuspá Moggans segir mér að oft langi mig til að deila persónulegum atriðum með fólki sem hefur takmarkaðan áhuga á þeim, og að ég ætti þess í stað að halda dagbók.

Eins gott að ég les ekki stjörnuspána.

Þetta er að gerast: Ég þarf að kaupa nýjan sturtuhaus í dag. Svo ætla ég að skoða tvær íbúðir ásamt tveimur dömum, með það í huga að leigja aðra hvora þeirra, ef það er eitthvað varið í þær. Íbúðirnar, ekki dömurnar.

Nei fyrirgefið, dömurnar, ekki íbúðirnar.

Ha.

Heyrðu satans ég á að vera að vinna á eftir.

-b.