07 júlí 2008

Fram á þriðjudagskvöld

Núna rétt fyrir helgi kom maður að borðinu mínu í vinnunni og vildi fá eintak af ljóðabókinni minni margfrægu en lítt umbeðnu. Ég sagði að það hlyti að vera hægt. Núna áðan prentaði ég eitt eintak. Það er jú mitt mottó að láta hverjum degi nægja sína þjáningu.

Mér er farið að leiðast þetta aðgerðarleysi og það hvernig líkaminn bregst við ef ég reyni að brjóta draslið upp og gera eitthvað. Ég renndi mér austur á laugardaginn að heimsækja fólkið, fékk þar pítsusneið og sat úti á palli í sólinni og las. (Það var sko sól fyrir austan, annað en hér.) Síðan kíkti ég með mömmu og kó rétt austur fyrir bæinn í landið þeirra, þau eiga einhvern skika við Langholtsafleggjarann þar sem þau planta trjám og eru með hesta. Landið heitir eitthvað ákveðið en ég er búinn að gleyma því.

Við vökvuðum plönturnar og ég rölti til hestanna, skoðaði tveggja daga folald. Móðir þess stóð yfir því þarsem það lá einsog dautt í sólinni, hvítt með rauðleitt fax. Ég klappaði því ekki. Ég var búinn að gleyma því hvernig hestar lykta.

Þegar við komum heim bjó ég til kartöflusalat og hélt svo áfram að lesa á meðan laxinn mallaði á grillinu, en þegar maturinn var klár langaði mig helst að komast uppí rúm. Það er þessi helvítis þreyta sem hellist yfir mig alltíeinu, og mér finnst einhvernvegin einsog ég ætti að geta harkað af mér en það er bara allsekki raunin. Ég held ég hafi lýst þessu áður einsog ég hafi verið í langhlaupi eða annarskonar átökum, en það væri réttara að líkja þessu við þreytuna í löppunum og brjóstinu klukkan fimm á aðfaranótt sunnudags, þegar maður ákveður að nú sé komið nóg af djammi. Maður er ekki þreyttur heldur uppgefinn.

Og þessi viðlíking er í raun mjög við hæfi: Fyrstu vikurnar af þessum andskota voru einsog mjög löng þynnka.

Ég varð í það minnsta þreyttur og pirraður á stuttum tíma, nennti varla að borða með fjölskyldunni, hvað þá að reyna að heilsa uppá eitthvað af þessu góða fólki sem ég þekki á Selfossi.

Þegar þessu er á botninn hvolft er ég hálffeginn því að hafa ekki farið á Kelduna.. eins fúlt og það er að missa af henni hérna heima þá væri vísast enn ömurlegra að missa af henni á Hróarskeldu sjálfri. Og vera dragbítur á ferðafélögunum.

Og ég veit að ég hef rausað alveg nóg um þetta núþegar en fjandinn hafi það maður, ég hef varla getað hugsað um annað undanfarið.

...

Ætlaði ég kannske ekki að segja hvað ég keypti í seinni heimsókninni á útsöluna í Nexus? Jæja. En það var þetta hér:

Myndasögur: Cerebus: Form and Void og From Hell: The Dance of the Gull Catchers. Sú síðarnefnda er jú í From Hell bókinni, þetta er allra síðasti kaflinn, viðaukinn sem kemur á undan texta/mynda-skýringunum hans Moore. En það er dálítið af dóti þarna sem sleppt var úr bókinni, og þetta kostaði eitthvað klink.

Vídjó: The Shining, tveggja diska útgáfa frá 2007; The Long Good Friday, ,,Cult Fiction" útgáfa frá mars 2008; Trainspotting, einhver viðhafnarútgáfa, man ekki hvort það er directors cut eða hvað.. ágætis gaur samt; og Zach Galifianakis - Live at the Purple Onion.

Ég fletti myndunum upp á amazon og þessháttar, og það virðast vera skiptar skoðanir um ágæti þessarar Shining útgáfu. Ég nappaði þessari mynd af amazon, sem sýnir muninn á 2007 og 2001:Þar sem blái ramminn er 2001 og sá rauði 2007. Einhver gaur sem vann við klippinguna á myndinni segir svo:
The entire negative was exposed, meaning that there was no in-camera hard matting so the film was effectively shot in Academy 1.37 but it wasn't intended to be shown in cinemas that way. The film was shot and conceived for 1:1.85 ratio screening (and the camera viewfinders had the 1.85 framelines marked on them) This is the standard ratio that widescreen films in the US are projected in. The 1:1.85 crop was achieved when the film was projected onto cinemas screens.

Ég skal ekki segja. (Meira.)

([Sko svigana mína Hallur}}][9}])

-b

3 ummæli:

Sævar sagði...

Ef einhver tekur sig svo til árið 2013 og sýnir litlu kassana sem vantar í myndina, þá er búið að fullnýta filmuna! Hver veit nema áður óþekkt smáatriði sem hafa djúpstæð áhrif á skilning okkar á myndinni gætu leynst þarna í hornunum?

Annars gleymdirðu að opna þrjá slaufusviga áður en þú lokaðir þeim .. Þetta myndi aldrei kompælast :)

Björninn sagði...

Tekk fyrir ábendarann Sævar. Er það svona:

if show(window.frame.HiddenCorners) == true {
document.print("Gróði!");
} else {
document.fokk.helvítis(void); } return maybe

?

Djöfuls ryðgari er maður.

Sævar sagði...

Mér þykir þú full bjartsýnn að ætla að prenta peninga með javascript, en það er einmitt einkenni á javascript forriturum. Þeir eru úr hófi fram bjartsýnir.