28 júlí 2007

Heimilislausi maðurinn

Hæ. Hér er það sem er ekki að ganga upp þessa stundina.

Ég þarf að losa íbúðina mína helgina fyrir þann tuttugasta og þriðja ágúst, sem er þá helgin 18. til 19. þess mánaðar. Helgi Bárðarson, þessi indæli maður sem reddaði íbúð handa mér þegar ég kom innúr dönskum kuldanum, er að fljúga til Svíþjóðar og þarf að skila íbúðinni af sér áður en það gerist. Nemahvað. Ég er ekki alveg kominn í aðra íbúð ennþá.

Ég fór uppí stúdentagarðaskrifstofu í dag og spurði hana Björk útí þetta. Það er búið að úthluta íbúðinni sem ég er í akkúrat núna, svo þar fór besta hugsanlega útkoman útum gluggann. Ennfremur: Ég er 27. á lista en það er búið að úthluta öllum nema þremur íbúðum í byggingunni, a.m.k. fyrir mánaðarmótin ágúst-september. Tvær af þessum íbúðum eru fráteknar fyrir nýnema.

En hérna er málið. Af þessum 27 sem eru á undan mér eru bara 5 sem hafa ekki sagt nei við íbúðartilboði enn sem komið er. Þannig að EF þessir fimm einstaklingar fá símhringingu og ENGINN þeirra vill taka íbúðinni sem um ræðir, þá er ég næstur í röðinni.

Samt sem áður kæmi ég ekki til með að fá samastað fyrren í byrjun september. Og væntanlega verður það ekki fyrren síðar.

Þetta er allt frekar leim. Þetta er það sem ég hugsa með mér: Ef ég hefði skráð mig á lista hjá þeim hálfum mánuði fyrr... -En það þýðir lítið.

Sjáið annars þessa fínu mynd:Fannana á mæspeisinu hans Danna.

-b.

Engin ummæli: