19 júlí 2007

Vinnuógleði

Ég hata heiminn. Og aumingjapíkur sem nota orðasambönd einsog ,,auglýstur lokunartími" hafa aldrei unnið í tólf, fjórtán tíma á dag tíu daga í röð við það að segja góðan dag og viltu kvittun. Hálfvitar.

En ókei ég hata hann ekki lengur. Tommy var að senda mér tölvupóst með myndum. Þær eru allar af síðasta fylleríinu okkar í Köben, þegar Ástralinn kom í heimsókn. Ég ætla ekki að sýna neina þeirra, þær eru af mjög fullum mönnum.

Ýmir lendir á morgun og verður framá miðvikudag. Annað mjög stutt stopp hjá honum. Ég hitti Hlyn í dag, hann kom á stöðina til að tékka á loftinu í börðunum sínum. En hann er að fara vestur eða norður á morgun, eftir því hvernig viðrar. Egill býður í innflutningsteiti, sem þýðir að ég þarf að finna vísakortið mitt. Bíðum við, var það uppí skáp?

Þarna var það. Hm. Ókei, þá er ég í bjór á laugardaginn.

Röddin í símanum sagði mér að það gæti tekið þrjár fjórar vikur að fá endurgreitt frá tryggingastofnun. Hata ég heiminn aftur?

-b.

Engin ummæli: